*

Föstudagur, 17. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

1.deild karla | Þór á toppinn | Höttur valtaði yfir ÍR | Myndir

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Þór komst á toppinn í 1.deild karla í kvöld með 3-2 sigri á BÍ/Bolungarvík í kvöld. Leikurinn var spennandi og réðust úrslitin á lokamínútum leiksins. Mark Tubæk kom BÍ yfir á 5.mínútu leiksins en leikmaðurinn með auðvelda nafnið, Chukwudi Chijindu, jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Ármann Pétur Ævarsson var á skotskónum í seinni hálfleik en hann koma heimamönnum yfir á 49.mínútu áður en Alexander Jackson jafnaði metin fyrir BÍ en markið kom á 86.mínútu.

Ármann Pétur Ævarsson var ekki lengi að svara því en hann kom Þór aftur yfir á 88.mínútu og niðurstaðan 3-2 sigur Þórs sem er á toppnum í deildinni. Það sauð hressilega uppúr í leiknum eins og sést á myndum frá Sævari Geir Sigurjónssyni, ljósmyndara Sport.is á Akureyri.

Þá vann Höttur góðan heimasigur á ÍR en lokatölur í leiknum urðu 5-1 en Höttur komst í 4-0 áður en ÍR náði að svara.

Úrslit kvöldsins:
Höttur 5-1 ÍR (2-0)
1-0 Davíð Einarsson 7.mín.
2-0 Davíð Einarsson 24.mín.
3-0 Elvar Þór Ægisson 69.mín.
4-0 Davíð Einarsson 73.mín.
4-1 Marteinn Gauti Andrason 81.mín.
5-1 Jónas Ástþór Hafsteinsson 90.mín.

Þór 3-2 BÍ/Bolungarvík (1-1)
0-1 Mark Tubæk 5.mín.
1-1 Chukwudi Chijindu 8.mín.
2-1 Ármann Pétur Ævarsson 49.mín.
2-2 Alexander Jackson Möller 86.mín.
3-2 Ármann Pétur Ævarsson 88. mín.

Myndir: Sævar Geir Sigurjónsson.