*

Föstudagur, 17. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

1.deild karla | Leikmaður Þórs sakar leikmann BÍ/Bolungarvíkur um kynþáttaníð

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Það ætlaði allt um koll að keyra í leik Þórs og BÍ/Bolungarvíkur í kvöld en framherji Þórs, Chukwudi Chijindu, sakar leikmann BÍ/Bolungarvíkur um kynþáttaníð. Chijindu hefur verið öflugur eftir að hann kom til Þórs og skorað grimmt. Hann var ekki ánægður með leikmann BÍ en Chijindu sagði á Twitter í kvöld: „Leiðinlegt að þessir leikmenn hafi verið rasisma í leiknum, það angrar mig ekki heldur gerir mig harðari.

Chijindu var rekinn af velli í leiknum ásamt Hafsteini Rúnari Helgasyni, leikmanni BÍ/Bolungarvíkur, en rauðu spjöldin komu eftir að leik var lokið en þá ætlaði allt um koll að keyra í leiknum. Báðir leikmennirnir verða því í leikbanni í næsta leik liðanna.

Það er ekki vitað hvort dómari leiksins hafi sett eitthvað í leikskýrsluna eftir leik en kynþáttaníð á auðvitað ekki að viðgangast neinstaðar. Það skal vitanlega tekið fram að málavexti eru óljósir enn sem komið er.