*

Föstudagur, 10. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ítalski boltinn | Þjálfari Juventus í 10 mánaða bann

Mynd: Nordic Photos

Antonio Conte, þjálfari Ítalíumeistara Juventus, hefur verið dæmdur í 10 mánaða bann frá keppni vegna gruns um að hylma yfir hagræðingu úrslita leikja Siena árið 2010-2011. Ítalska knattspyrnusambandið hefur rannsakað mál sem tengjast hagræðingu leikja og hefur Conte verið undir grun um aðild að málum sem tengjast hagræðingu. Conte hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en hann var þjálfari Siena þegar málið sem um ræðir á að hafa komið upp.