*

Laugardagur, 28. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

1.deild karla | Víkingur vann í Ólafsvík | Snæfell skoraði mark í 3.deildinni | Úrslit dagsins

1.deild karla var fyrirferðarmikil í dag en fram fóru þrír hörkuleikir. Fyrir vestan tóku heimamenn í BÍ/Bolungarvík á móti Fjölnismönnum úr Grafarvoginum, Hattarmenn frá Egilsstöðum heimsóttu Hauka á Ásvelli og Víkingur Ólafsvík fékk Tindastól í heimsókn.

Á Torfnesvelli á Ísafirði komust Fjölnismenn yfir á 34. mínútu þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði. Andri Rúnar Bjarnason, eftirsóttasti maður deildarinnar, jafnaði metin á 44.mínútu. Leikar stóðu jafnir í hálfleik en á 78.mínútu komust heimamenn yfir úr vítaspyrnu. Spyrnuna tók Mark Tubæk. Fjölnismenn spiluðu einum færri síðustu 12 mínúturnar en héldu haus á erfiðum útivelli og jöfnuðu á 90.mínútu. Lokatölur fyrir vestan 2-2.

Egilsstaðabúar mættu í Hafnarfjörðinn en ekkert mark var skorað og úr varð markalaust jafntefli. Staða liðanna fyrir leik var nokkuð ójöfn, Haukar í öðru sæti en Hattarmenn neðstir. Kærkomið stig fyrir Hött á útivelli en líklega ekki það sem Haukamenn óskuðu sér í toppbaráttunni.

Víkingar frá Ólafsvík tóku á móti leikmönnum Tindastóls og voru staðráðnir í að halda toppsætinu óhögguðu. Tindastóll komst reyndar yfir á 41.mínútu þegar Max Touloute skoraði. Tvö mörk frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni í síðari hálfleik tryggði Ólsurum áframhaldandi veru á toppnum.

Úrslit dagsins (frá úrslit.net):

1.deild karla
BÍ/Bolungarvík 2 – 2 Fjölnir
(1-1)
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson 34.mín.
1-1 Andri Rúnar Bjarnason 44.mín.
2-1 Mark Tubæk (vsp.) 78.mín.
2-2 Leikmaður óþekktur 90.mín.
Rautt spjald: Steinar Örn Gunnarsson 78.mín.

Haukar 0 – 0 Höttur (0-0)

Víkingur Ó. 2 – 1 Tindastóll (0-1)
0-1 Max Touloute 41.mín.
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 58.mín.
2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 84.mín.
Rautt spjald: Edvard Börkur Óttharsson 45.mín.

2.deild karla

KV 1 – 0 Fjarðabyggð (0-0)
1-0 Gunnar Kristjánsson 48.mín.

Völsungur 2 - 1 Hamar (1-1)
1-0 Milan Pesic 12.mín.
1-1 Leikmaður óþekktur 23.mín.
2-1 Arnþór Hermannson 60.mín.

3.deild karla
Undur og stórmerki gerðust í Stykkishólmi þegar lið Snæfells skoraði fyrsta mark sumarsins. Þeir töpuðu leiknum reyndar 1-5 á heimavelli gegn Þrótti Vogum. En mark komið í hús og það ætti að gleðja einhverja. Það var KV-maðurinn og vallarþulur KR-vallarins, Hlynur Valsson, sem skoraði fyrsta mark sumarsins. Markatalan fór úr 0-128, í 1-133, með þessu fína jómfrúarmarki.