*

Fimmtudagur, 5. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ítalski boltinn | Lucio samdi við Juventus

Mynd: Nordic Photos

Brasilíski varnarmaðurinn Lucio skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ítalska liðið Juventus. Lucio kom á frjálsri sölu til félagsins aðeins nokkrum dögum eftir að annað ítalskt  lið, Inter, ákvað að rifta samningi sínum við leikmanninn.

Lucio, sem er 34 ára gamall, var í þrjú ár hjá Inter en þangað kom hann frá Bayern Munchen í Þýskalandi.  Talið var að hann væri á leiðinni til Fenerbache í Tyrklandi og því komu þessi félagaskipti eilítið á óvart.

„Ég er ánægður með að vera kominn til Juventus. Þetta er nýr kafli í mínu lífi og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun," sagði Lucio á heimasíðu Juventus.

Lucio hefur leikið 105 leiki fyrir brasilíska landsliðið og skorað fjögur mörk.