*

Miðvikudagur, 4. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Fótbolti | Rangers fær ekki sæti í skosku úrvalsdeildinni

Mynd: NordicPhotos

Skoska knattspyrnufélagið Glasgow Rangers fær ekki sæti í úrvalsdeildinni þar í landi á næsta tímabili en meiri hluti úrvalsdeildarliðanna hafnaði því í atkvæðagreiðslu í dag að nýtt lið , sem byggt yrði á rústum gamla liðsins, fengi keppnisrétt á komandi leiktíð.

Nú mun liðið sækja um keppnisrétt í fyrstu deildinni en gangi það ekki eftir mun liðið þurfa að leika í þriðju deild. Rangers var þvingað í gjaldþrot um miðjan júnímánuð en nýtt hlutafélag, Sevco 5088, keypti þá allar eigur liðsins og sótti um að fá að halda áfram að spila í efstu deild.

Rangers er sigursælasta knattspyrnulið Skotlands en liðið, sem var stofnað árið 1872, hefur 54 sinnum fagnað sigri í skosku deildinni.