*

Miðvikudagur, 4. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Enski boltinn | Robin van Persie mun ekki framlengja við Arsenal

Mynd: Nordic Photos

Hollenski knattspyrnumaðurinn Robin van Persie, sem leikur með Arsenal á Englandi, tilkynnt það á heimasíðu sinni í dag að hann hefði ekki í hyggju að framlengja samning sinn við félagið.

Van Persie á ennþá eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og er óvíst eins og er hvort hann verði seldur í sumar eða taki eitt ár með félaginu og fari svo frítt.

Í tilkynningu frá leikmanninum sagði meðal annars:
„Ég átti frábært ár með félaginu en markmið mitt var að vinna titla með liðinu og hefja nýtt gullaldarskeið. Þegar ég fundaði í vor með þjálfara liðsins, Arsene Wenger, og framkvæmdastjóra, Ivan Gazidis , var mér ljóst að ég er ekki sammála þeirri stefnu sem félagið leggur upp með. Ég tel því að ég eigi ekki samleið með liðinu lengur. Ég elska þetta félag og stuðningsmennina og er þakklátur fyrir þessi átta ár hjá liðinu. Þegar framkvæmdastjórinn kemur úr fríi munum við funda um málið og ég mun tilkynna ykkur um stöðu mála," sagði Persie á heimasíðu sinni.