*

Miðvikudagur, 4. júlí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

EM 2012 | Zidane gæti tekið við franska landsliðinu

Mynd: Nordic Photos

franska goðsögnin, Zinedine Zidane, kemur til greina sem næsti þjálfari franska landsliðsins en þetta staðfesti Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins. Frakkar eru sem kunnugt er í leit að nýjum þjálfara eftir að Laurent Blanc hætti með liðið eftir Evrópumótið.

„Zidane hefur lýst yfir áhuga á því að vinna náið með franska landsliðinu. Hann væri til í að verða þjálfari liðsins í framtíðinni," sagði Le Graet.

Didier Deschamps er þó talinn langlíklegastur til þess að taka við liðinu á þessum tímapunkti en þeir Blanc, Deschamps og Zidane urðu saman Heims og Evrópumeistarar með franska liðinu árin 1998 og 2000.