*

Þriðjudagur, 3. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

EM 2012 | Casillas er heiðursmaður

Mynd: NordicPhotos

Iker Casillas, markvörður nýkrýndra Evrópumeistara Spánverja, er heiðursmaður mikill. Á meðfylgjandi myndskeiði sem birt var á YouTube í dag má sjá þegar hann óskar eftir því að dómarar úrslitaleiksins sýni Ítölum þá virðingu að flauta leikinn af þegar staðan var orðin 4-0 og ljóst að ekkert meira myndi gerast enda var uppbótatíminn nálægt því að renna sitt skeið.

Casillas er greinilega toppeintak af manni og mjög annt um virðingu innan knattspyrnunnar. Því ber að fagna. Vel gert hjá spænska markmanninum sem var í þessum leik að vinna sinn 100. landsleik og er sá fyrsti í veröldinni til að ná því afreki.

Myndbandið má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Casillas óskar eftir virðingu við Ítalíu

p.s. á 26. sekúndu myndbandsins má sjá skemmtilegan atburð þegar einn úr þjálfarateymi Spánverjanna tekur hanska Casillas og geymir þá á góðum stað. Sjón er sögu ríkari!