*

Laugardagur, 30. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

EM 2012 | Blanc hættur með franska landsliðið

Mynd: NordicPhotos

Laurent Blanc er hættur sem þjálfari franska landsliðsins. Blanc stýrði liðinu á EM en liðið náði í 8-liða úrslitin þar sem það féll úr keppni eftir 2-0 tap gegn Spánverjum. Blanc tók við landsliðinu eftir HM en þá hafði mikið gengið á og má segja að hann hafi tekið við rjúkandi rúst. Blanc náði að koma liðinu í góð mál en liðið lék vel fram að EM og á EM en laut svo í grasi fyrir Heims- og Evrópumeisturum Spánverja.

Sá sem er talinn líklegastur að taka við landsliðinu er Dider Deschamps en hann lék einmitt með Blanc á sínum tíma með franska landsliðinu.