*

Föstudagur, 29. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Borgunarbikarinn | Fylkir vann stórsigur á Haukum | Úrslit kvöldsins

Mynd: Hilmar Þór

Einn leikur fór fram í Borgunarbikarnum í kvöld. Valur vann öruggan 7-0 sigur á Hetti frá Egilsstöðum og er Valur því kominn í pottinn sem dregið verður úr á mánudaginn. KR-ingar unnu HK/Víking á KR-velli, Fylki vann stórsigur á Haukum og FH gerði góða ferð austur fyrir fjall og sigraði Selfoss.

Valskonur voru ekki í neinum erfiðleikum með Hött frá Egilsstöðum og vann sannfærandi 7-0 sigur. Fylkir rótburstaði Hauka með 12 mörkum gegn engu, KR vann 5-1 sigur gegn HK/Víkingi og FH-ingar unnu Selfyssinga 3-0. Því miður höfum við ekki fengið upplýsingar um markaskorara úr leikjunum enn sem komið er og getum við því ekki birt markaskorara úr leikjum kvöldsins eins og sakir standa.

 

Úrslit kvöldsins:
Höttur 0-7 Valur
KR 5-1 HK/Víkingur
Fylkir 12-0 Haukar
Selfoss 0-3 FH