*

Föstudagur, 29. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

1.deild karla | Víkingur vann Þór á Akureyri

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Einn leikur fór fram í 1.deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þór frá Akureyri tók á móti Víkingi Reykjavík í mikilvægum slag tveggja liða sem var spáð góðu gengi í sumar. Þór tapaði fyrir erkifjendunum í KA nýlega en Víkingur vann hinsvegar Fylki í Borgunarbikarnum í vikunni, gengi liðanna var því misjafnt.
Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Víkingar sem skoruðu tvö mörk seinni hálfleik og fóru því með stigin þrjú frá Akureyri.

Sigur Víkinga var dýrmætur og gefur liðinu möguleika um slag í efri hlutanum, liðið með tíu stig í sjötta sæti deildarinnar. Þór er í 2.-3. sæti með 13 stig.
Það voru Aron Elís Þrándarson og Patrik Atlason sem skoruðu fyrir Víking.