*

Miðvikudagur, 27. júní 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

EM 2012 | Spánn í úrslitin eftir vítaspyrnukeppni

Mynd: Nordic Photos

Spánverjar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu eftir sigur gegn Portúgal í kvöld. Vítakeppni þurfti til þess að knýja fram sigur og varð það Cecs Fabregas sem reyndist hetja Spánverja í vítakepnninni. Spánverjar þar sem komnir í úrslitaleik stórmóts í þriðja skiptið í röð.

Spánn 0-0 Portúgal (0-0, 0-0; 0-0, 0-0)

Leikurinn fór rólega af stað og var lítið um afgerandi marktækifæri framan af í fyrri hálfleik. Portúgalir heilt yfir betri í hálfleiknum en Heims og Evrópumeistarar Spánverja átti í mesta basli með að finna taktinn í leik sínum. Ronaldo, sem var afar líflegur í kvöld fékk ágætis færi til þess að skora eftir hálftíma leik en skot hans naumlega framhjá. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik.
Portúgalir voru áfram betri fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik mátti sjá þreytumerki á portúgölsku leikmönnunum. Spánverjar tóku þá völdin á vellinum án þess þó að ná að skapa sér nein dauðafæri.  Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar.

Áfram var lítið um að vera í framlengingunni og höfðu markverðir liðanna lítið að gera. Spánverjar voru þó hársbreidd frá því að brjóta ísinn undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar að Andreas Iniesta átti skot af stuttu færi eftir góða sókn en markvörður Portúgal varði vel. Það var skrifað í skýin að leikurinn myndi enda í vítaspyrnukeppni og það varð líka rauninn. Ekki var hægt að aðskilja liðin eftir framlenginguna og því réðust úrslitin í vítakeppni. Hún spilaðist eins og hér segir:

0-0 Xabi Alonso lét verja frá sér í fyrstu spyrnu Spánverja
0-0 Moutinho klúðraði fyrstu spyrnu Portúgal
1-0 Iniesta skoraði fyrir Spánverja
1-1 Pepe skoraði fyrir Portúgal
2-1 Pique skoraði fyrir Spán
2-2 Nani skoraðo fyrir Portúgal
3-2 Ramos skoraði fyrir Spán
3-2 Bruno Alves brenndi af víti fyrir Portúgal.
4-2 Fabregas skoraði fyrir Spán og tryggði þeim um leið sæti í úrslitunum

Lið Portúgals: Rui Patricio; Joao Pereira, Pepe, Bruno Alves, Fabio Coentrao; Joao Moutinho, Miguel Veloso (Custódio Dias de Castro 105.mín.), Raul Meireles (Varela 112.mín); Nani, Hugo Almeida (Nelson Miguel Castro Oliveira 81.mín.), Cristiano Ronaldo.
Varamenn: Eduardo, Beto, Ricardo Costa, Rolando, Ricardo Quaresma, Ruben Micael, Miguel Lopes, Miguel Hugo Viana, Hélder postiga.
Gul spjöld:  Coentrao 45.mín., Pepe 61.mín., Pereira 64.mín. Alves 86.mín., Veloso 90.mín.
Lið Spánar: Iker Casillas; Alvaro Arbeloa, Gerard Pique, Sergio Ramos, Jordi Alba; Xavi (Pedro 87.mín.), Sergio Busquets, Xabi Alonso; David Silva (Jesús Navas 61.mín.), Alvaro Negredo (Cesc Fabregas 54.mín.), Andres Iniesta.
Varamenn: Victor Valdés, Pepe Reina, Raúl Albiol, Javi Martinez, Francisco Juanfran, Santi Cazorla, Fernando Torres, Fernandi Llorente.
Gul spjöld: Ramos 40.mín., Busquets 60.mín., Arbeloa 84.mín.