*

Þriðjudagur, 26. júní 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

EM 2012 | Frakkar vilja losna við Nasri úr landsliðinu

Mynd: mcfc.co.uk

Franska íþróttablaðið L´Equipe greinir frá því að könnun sem lesendur blaðsins tóku þótt í sýni að meirihluti lesenda blaðsins vilji losna við Samir Nasri úr franska landsliðinu. Nasri lét öllum illum látum á Evrópumótinu í knattspyrnu og er ímynd hans í molum.

Nasri hefur verið mikið gagnrýndur undanfarið og fagnaði marki sínu gegn Englendingum með því að sussa á blaðamenn. Hann lenti síðan í rifrildi við aðstoðarþjálfara Frakka, Alain Boghossian, fyrir leikinn gegn Spánverjum í átta liða úrslitum en Frakkar töpuðu leiknum. Eftir leikinn kórónaði hann mótið með því að segja blaðamanni orðrétt að hoppa upp í óæðri endan á sér áður en hann bauð þessum sama blaðamanni að slást við sig.

Frakkar eru allt annað en sáttið við framkomu kappans eins og sést greinilega í könnun L´Equipe og vilja 56% lesenda að honum verði hent úr landsliðinu.