*

Þriðjudagur, 26. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Borgunarbikarinn | Ólafur Þórðarson í leikbanni í kvöld | KR tekur á móti Blikum

Mynd: Hilmar Þór

Tveir leikir eru á dagskrá Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. KR-ingar taka á móti Breiðablik í Frostaskjóli en Blikar unnu heldur óvæntan sigur á KR í Pepsi-deildinni á dögunum, 2-1.  Þá tekur Reykjavíkur-Víkingur á móti Fylki, en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, mætir þó ekki sínum gömlu lærisveinum þar sem hann er í leikbanni.

Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir því að sjá Ólaf Þórðarson, þjálfara Víkinga, mæta sínum gömlu lærisveinum í Fylki og þurfa að bíða enn um sinn.  Ólafur fékk rautt spjald í leik Víkings og Hattar frá Egilsstöðum og tekur út leikbann í kvöld. Það verður því Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, sem verður á hliðarlínunni í kvöld en Ólafur verður væntanlega í stúkunni fylgjast með sínum mönnum.

Leikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 19.15, en leikur Víkinga og Fylkismanna klukkan 20.