*

Þriðjudagur, 19. júní 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

EM 2012 | Rooney ánægður með endurkomuna

Mynd: Nordic Photos

Wayne Rooney var í fremstu víglínu Englands þegar liðið mætti Úkraínu í lokaleik liðsins á Evrópumótinu í kvöld eftir að hafa afplánað tveggja leikja bann í upphafi móts. Óhætt er að segja að hann hafi sett mark sitt á leikinn en hann skoraði markið sem skildi liðin að og tryggði Englandi efsta sæti riðilsins.

„Við erum í skýjunum yfir sigrinum og það var frábært að skora í leiknum enda hef ég ekki skorað á stórmóti alltof lengi," sagði Rooney og hélt áfram. " Við vitum vel hvað við getum. Nú fáum við smá tíma til þess að hvíla okkur og við mætum svo vonandi ferskir í næstu umferð. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er í höfn."

Rooney er orðinn ansi hárprúður og hann sló á létta strengi varðandi það. „Ég nota hárvörur frá Andy Carroll. Vonandi verð ég einhverntímann kominn með hár eins og hann," sagði Rooney á léttum nótum.