*

Sunnudagur, 17. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

EM 2012 | Atli Sigurjónsson rýnir í leikina í dauðariðlinum

Mynd: KR

Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, átti stórleik með KR í sigurleik liðsins í gær gegn Selfossi. Hann var ógnandi á miðsvæðinu og lagði upp mörk í leiknum með laglegum sendingum. Það er því vel við hæfi að Atli spái fyrir um leiki dagsins í dauðariðlinum á EM en leikir dagsins eru líklega með þeim áhugaverðari hingað til á mótinu. En gefum Atla orðið.

Það er erfitt að spá þessum leikjum í fyrsta lagi út af því þeir eru báðir svakalegir, í öðru lagi því ég held semi með öllum liðunum í þessum riðli og í þriðja lagi þá er ég ekki búinn að fylgjast neitt með EM stofunni.

Holland 2-6 Portúgal  
Þetta verður erfitt fyrir mína menn í Hollandi. Þeir eru búnir að vera hundleiðinlegir hingað til en reikna þó með þeim skemmtilegum í kvöld þar sem þeir þurfa að vinna með tveimur mörkum og henda þá vonandi van der Vaart í starting og það munar um minna fyrir sóknarleikinn. En því miður er það of seint því minn maður Big Game Ron ((Ronaldo) rólegir Messi fans, Messi er líka góður) mun stíga upp og troða 2 mörkum í grímuna á fólki og klára þennan leik.
Þetta verður mikill sóknarleikur og endar líklegast 6-2 fyrir Portúgal og fyrir áhugasama þá er stuðullinn á því á bet365 501.00.

Danmörk 0-3 Þýskaland
Danirnir mínir eru búnir að vera flottir og þá sérstaklega minn maður Nicklas Bendtner en hann er svo sannarlega að þakka mér traustið að hafa haft hann í Fantasy liðinu allt tímabilið í vetur. En eins gaman og ótrúlegt það væri fyrir Danina að fara áfram þá er það nú bara þannig að Þýska stálið er of sterk við sáum það nú bara síðast í gær þegar Sandra Jessen skoraði gegn Ungverjalandi korteri eftir að hún var valin í hópinn.
Þessi leikur fer 3-0 fyrir Þýskaland. Gomez með eitt, Özil með eitt og síðan setur Mario Götze síðasta markið og fyrir áhugasama þá er stuðullinn á að Götze setjann 4.50 inná bet365 en hækkar í 13.00 ef þið hakið í að það verði síðasta mark leiksins. Verði ykkur að góðu og kaupið eitthvað fallegt fyrir peninginn sem þið vinnið.