*

Föstudagur, 15. júní 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Enski boltinn | Michael Laudrup ráðinn stjóri Swansea

Mynd: Nordic Photos

Danska knattspyrnuundrið Michael Laudrup hefur verið ráðið í starf knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Swansea City til næstu tveggja ára.  Laudrup, sem fagnar 48 ára afmæli sínu í dag, var síðast við stjórnvölinn hjá Mallorca á Spáni og hugmyndafræði hans þykir falla vel að óskum og væntingum forráðamanna Swansea.

Fregnir af ráðningu Laudrups skutu upp kollinum í byrjun þessarar viku, en Huw Jenkins stjórnarformaður Swansea lagði á það ríka áherslu að ráða arftaka Brendan Rodgers af snerpu og fagmennsku.  Laudrup, sem á sínum tíma lék með stórliðum á borð við Juventus, Real Madrid og Barcelona og er óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar, hefur þjálfað Bröndby, Getafe, Spartak Moskvu og Mallorca.