*

Miðvikudagur, 30. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Fótbolti | Ranieri ráðinn stjóri Monaco

Mynd: Nordic Photos

Aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa verið látinn taka pokann sinn hjá Inter Milan hefur Claudio Ranieri verið ráðinn stjóri hjá franska liðinu Monaco. Þetta fyrrum stórlið hefur gengið í gegnum erfiða tíma á undanförnum árum og spilar nú í næst efstu deild. Það er því töluverð áskorun fyrir Ranieri að taka við þessu liði.

Ranieri, sem er sextugur að aldri, hefur gert garðinn frægann sem stjóri hjá Chelsea, Roma og Fiorentina. Hann hefur verið í þjálfarastarfinu frá því 1986 og er því eldri en tvívetra í starfinu. Ranieri tekur við starfinu af Marco Simone sem stóðst ekki kröfur eigenda liðsins og var því látinn fara. Simone gerði þó ágætishluti með Monaco en liðið var í neðsta sæti næst efstu deildar þegar hann tók við því í september en liðið endaði í 8. sæti deildarinnar, þónokkuð frá því að komast aftur upp í efstu deild.

Ráðning Ranieri kom mörgum á óvart en hann var einnig orðaður við stjórastarfið hjá West Bromwich Albion og Fiorentina. Í yfirlýsingu á heimasíðu Monaco segir að ráðning Ranieri sé fyrsta skrefið í því að koma liðinu á sama stalli og það var fyrir 10 árum, sem toppklúbbur í Evrópu.