*

Mánudagur, 28. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

EM 2012 | Gareth Barry er meiddur og missir af EM | Phil Jagielka kallaður inn í hópinn

Mynd: Nordic Photos

Gareth Barry, leikmaður Manchester City, verður ekki með enska landsliðiðinu í knattspyrnu á Evrópumótinu sem hefst í Póllandi og Úkraínu eftir tíu daga.  Barry meiddist í vináttuleik gegn Norðmönnum á laugardag.  Phil Jagielka, leikmaður Everton, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í stað Barry.

Tilkoma Jagielka gæti haft þau áhrif að Phil Jones, leikmaður Manchester United, verði notaður frekar sem miðjumaður en miðvörður á EM.  Tveir leikmenn til viðbótar úr æfingahópi Englendinga fyrir EM eru tæpir vegna meiðsla; Danny Welbeck og Glen Johnson.  Reiknað er með að endanleg ákvörðun um þátttöku þeirra verði tekin í kvöld eða fyrramálið, en frestur til að skrá leikmannahópa til leiks rennur einmitt út klukkan tíu í fyrramál.

Enskir geta glaðst yfir því að Scott Parker er á góðum batavegi eftir hásinarmein, hann lék í 55 mínútur gegn Norðmönnum um helgina og komst vel frá sínu.