*

Föstudagur, 25. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

1.deild karla | KA og Víkingur skildu jöfn | Myndir

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

KA gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Víking úr Reykjavík en þrír leikir fóru fram í 1.deild karla í kvöld. Egill Atlason kom Víkingi yfir á 37.mínútu en hann náði skoti að marki eftir vandræðagang í vítateig KA og fór boltinn í netið. Heimamenn jöfnuðu metin á 76.mínútu en Dávid Disztl skoraði markið eftir laglega sendingu af kantinum. Lokatölur á Akureyrarvelli 1-1 og liðin fengu því sitt hvort stigið.

Fjölnir fór illa með ÍR í Breiðholti en leiknum lauk með 5-0 sigri gestanna og Þróttur gerði svo 2-2 jafntefli við Leikni.

Leikir kvöldsins í 1.deildinni:
KA 1-1 Víkingur R.
0-1 Egill Atlason 36.mín.
1-1 Dávid Disztl 76.mín.

Þróttur 2-2 Leiknir
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson 10.mín.
0-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson 23.mín.
1-2 Andri Gíslason 30.mín.
2-2 Arnþór Ari Atlason 59.mín.

ÍR 0-5 Fjölnir
0-1 Markaskorara vantar 9.mín.
0-2 Bjarni Gunnarsson 18.mín.
0-3 Ásgeir Aron Ásgeirsson 29.mín.
0-4 Ásgeir Aron Ásgeirsson 33.mín.
0-5 Egill Gautur Steingrímsson 80.mín.

Myndir: Sævar Geir Sigurjónsson