*

Miðvikudagur, 23. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Fótbolti | Hazard velur á milli þriggja liða

Eden Hazard í leik með Lille í vetur. Mynd: Nordic photos

Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard, leikmaður Lille í Frakklandi, mun ákveða framtíð sína fyrir 2. júní næstkomandi en honum stendur til boða að fara til þriggja liða á Englandi. Þetta eru Manchester United, Englandsmeistarar Manchester City og nýkrýndir Evrópumeistarar Chelsea. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að umboðsmaður Hazard hafi náð samkomulagi við öll þrjú liðin og nú sé í höndum leikmannsins að taka loka ákvörðun.

Samkvæmt umboðsmanni Hazard mun hann ákveða sig eftir landsleiki Belgíu gegn Svartfjallalandi og Englandi í næstu viku.