*

Þriðjudagur, 22. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ítalski boltinn | Sneijder vill fara til AC Milan

Mynd: NordicPhotos

Hollenski landsliðsmaðurinn, Wesley Sneijder, sem er að mála hjá Inter Milan er að hugsa sér til hreyfings, en þó ekki langt heldur aðeins til AC Milan. Sneijder hefur verið mikið á milli tanna sparkspekinga sem hafa oftar en ekki talið hann á förum frá Inter en aldrei hefur neitt orðið úr því. Hann komst víst nokkuð nálægt því að semja við Manchester United í sumar og þá var hann einnig orðaður við rússneska liðið Anzhi.

Nú er hann hinsvegar sagður á leið til erkifjenda Inter, AC Milan. Ólíklegt er að Inter vilji selja Sneijder til AC Milan en talið er að Sneijder sé sjálfur með puttana í þessu. Hann á víst að hafa fengið Kevin Prince-Boateng, leikmann AC Milan, til þess að hjálpa sér við félagsskiptin. Talið er að verðmiðinn á Sneijder sé 25 milljónir evra.

Ef Sneijder færi til AC Milan yrði það ekki í fyrsta skiptið sem að Inter seldi miðjumann til erkifjendanna en bæði Clarence Seedorf og Andrea Pirlo léku upphaflega með Inter áður en þeir gerðu garðinn frægann með AC Milan.