*

Laugardagur, 19. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ummæli eftir leikinn: „Þetta var ólýsanlegt"

Mynd: Nordic Photos

Didier Drogba átti stórleik í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Hann fékk samt líka dæmt á sig ansi klaufalegt víti en hann sagði eftir leikinn að liðið hafi allan tímann haft trú á því að það myndi vinna leikinn.

„Við höfum margir verið í þessu í lengi og erum með mikla reynslu. Ég hef verið hérna í átta ár og við hjá Chelsea gefumst aldrei upp,“ sagði Dider Drogba eftir leikinn. „Við reyndum að miðla okkar reynslu til yngri leikmanna og það skilaði okkur sigri. Þetta er ótrúleg stund."

Drogba sagði við SKY-sjónvarpsstöðina eftir leikinn að þrátt fyrir að fá dæmt á sig víti þá hafi hann haft trú á að þeir myndu vinna. „Mata sagði mér að við hefðum nægan tíma til að skora þrátt fyrir vítið en svo erum við með Cech í markinu og það hjálpaði manni að trúa á þetta."

Peter Cech varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni og svo eina frá Arjen Robben í framlengingu:
„Ég var svo stoltur af öllum í liðinu þegar við jöfnuðum metin. Í vítaspyrnukeppninni fór ég fimm sinnum í rétt horn og ég hafði trú á því að ég gæti varið allavega eina spyrnu og ég kom við boltann tvisvar,“ sagði Tékkinn Peter Cech eftir leikinn en hann átti þátt í því að tvær vítaspyrnur Bayern Munchen fóru forgörðum.

„Ég þurfti að reyna að verja sex víti í dag og að verja þrjú þeirra var frábært. Ég bara veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er ólýsanleg tilfinning að vinna titilinn."