*

Miðvikudagur, 16. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Enski boltinn | Kagawa hitti Ferguson í Manchester

Spilar Kagawa með United næstu leiktíð? Mynd: NordicPhotos

Japanski knattspyrnumaðurinn Shinji Kagawa, leikmaður Þýskalandsmeistara Borussia Dortmund, hitti Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, á dögunum í Manchester borg og fundaði með honum. Kagawa hefur verið sterklega orðaður við United að undanförnu og hafnaði nýverið nýjum samningi hjá Dortmund. Hann segist ætla að skoða stöðu sína vel áður en ákvörðun verður tekin.

Það var mjög gott að hitta Ferguson í eigin persónu og tala við hann. Ég vil hins vegar taka mér góðan tíma í að taka næsta skref,“ sagði Kagawa og bætti við að Ferguson hefði sagt margt jákvætt á fundinum, en fór ekki nánar út í þá sálma.

Ferguson fylgdist með úrslitaleik Bayern Munchen og Borussia Dortmun um þýska bikarmeistaratitilinn á dögunum þar sem Kagawa skoraði í 5-2 sigri Dortmund. Ferguson er einnig sagður fylgjast vel með framherjanum Robert Lewandowski, samherja Kagawa hjá Dortmund.