*

Miðvikudagur, 16. maí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Enski boltinn | Alan Smith fékk óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Huddersfield

Mynd: Nordic Photos

Alan Smith, fyrrum leikmaður Leeds United og Manchester United, fékk heldur betur óblíðar móttökur eftir leik MK Dons og Huddersfield í umspili um laust sæti í 1. deildinni á Englandi í haust. Smith er lánsmaður hjá MK Dons en hann er samningsbundinn Newcastle.

Huddersfield vann leikinn 3-2 og hlupu áhagendur liðsins inn á völlinn eftir leik til þess að fagna. Sumir þeirra voru þó ekki bara að fagna heldur réðust þeir að Alan Smith, sem mátti sín lítið gegn fjöldanum. Hann reyndi þó að verja sig en fékk heldur betur óblíðar móttökur. Þurfti lögreglan að grípa í taumana, ásamt forráðamönnum Huddersfield til þess að koma Smith í skjól. Hann slapp þó tiltölulega ómeiddur frá atvikinu.