*

Þriðjudagur, 15. maí 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Enski boltinn | Fundað um framtíð van Persie á morgun

Mynd: Nordic Photos

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun á morgun funda við hollenska framherjann Robin van Persie um framtíð þess síðarnefnda hjá félaginu. Persie hefur átt lygilegt tímabil í ensku úrvaldsdeildinni og mörg stórlið vilja ólm krækja í leikmanninn en samningur hans við Arsenal rennur út eftir næsta tímabil.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Wenger og Persie muni hittast á fundi heima hjá knattspyrnustjóranum til þess að finna lausn mála. Persie hefur sjálfur ekki svarað opinberlega hvort hann vilji vera áfram en Arsenal ætæar að bjóða honum fjögurra ára samning sem myndi rífa launaþak liðsins.

Robin van Persie var spurður út í framtíð sína á dögunum en svarið var frekar loðið. „Sama hvað gerist í framtíðinni þá hef ég átt frábær ár hérna og ég elska þetta félag. Það mun aldrei breytast."