*

Ísland færist nær Ólympíuleikunum í fimleikum 27.10.2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson skrifar

Ísland færist nær Ólympíuleikunum í fimleikum

Ísland hefur unnið sér þátttökurétt í seinni undankeppninni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Undankeppnin fer fram í apríl á næsta ári. Sætið í undankeppninni vannst með góðum árangri Irinu Sazanovu en hún endaði í 98. sæti af 191 keppendum á Heimsmeistaramótinu í ...

Tryggðu þér miða á Norðurlandamótið í hópfimleikum - Miðasalan er hafin Föstudagur, 9. október 2015

Tryggðu þér miða á Norðurlandamótið í hópfimleikum – Miðasalan er hafin

Það verður sannkölluð fimleikaveisla í Vodafonehöllinni þann 14. nóvember þegar Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram. Öll sterkustu félagslið Evrópu mæta til leiks á mótinu og má því búast við glæsilegum tilþrifum. Opnað hefur verið fyrir miðasölu á mótið en einungis 1.400 miðar ...
Íslenska liðið sópaði til sín verðlaunum á Norður Evrópumótinu Mánudagur, 21. september 2015

Íslenska liðið sópaði til sín verðlaunum á Norður Evrópumótinu

Íslenska landsliðið í áhaldafimleikum er nú á heimleið efir Norður Evrópumótið sem fram fór á Írlandi. Óhætt er að segja að Ísland hafi átt gott mót því liðið hefur aldrei náð í fleiri verðlaun. Irena Sazonova fékk gull á tvíslá og ...

Þjálfari á Selfossi tekinn fyrir ölvunarakstur á ómerktum lögreglubíl Fimmtudagur, 27. ágúst 2015

Þjálfari á Selfossi tekinn fyrir ölvunarakstur á ómerktum lögreglubíl

Fimleikaþjálfari á Selfossi hefur komið sér í vandræði eftir uppákomu um þar seinustu helgi. Þjálfarinn, sem er af erlendu bergi brotinn, var þá tekinn ölvaður undir stýri á ómerktum lögregubíl. Maðurinn hafði þá verið í gleðskap og síðar rekist á ómerktan ...
Irina fer með landsliðinu á HM Miðvikudagur, 26. ágúst 2015

Irina fer með landsliðinu á HM

Búið er að velja landsliðshópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í áhaldafimleikum en mótið fer fram í skosku borginni Glasgow í október. Irina Sazonova er í fyrsta sinn í landsliðinu. Sazonova hefur æft og keppt á Íslandi undanfarin þrjú ...

Irena fær íslenskan ríkisborgararétt - ,,Ætti að komast á Ólympíuleika" Fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Irena fær íslenskan ríkisborgararétt – ,,Ætti að komast á Ólympíuleika"

Ein besta fimleikakona landsins undanfarin ár, Irena Sazonova, er komin með íslenskan ríkisborgararétt og hefur einnig hlotið keppnisleyfi frá Alþjóða fimleikasambandinu. Um er að ræða frábærar fréttir fyrir íslenska fimleika. Irena hefur keppt fyrir Ármann undanfarin ár og keppt sem gestur ...
Myndband: Thelma með frábær tilþrif í gólfæfingum Miðvikudagur, 3. júní 2015

Myndband: Thelma með frábær tilþrif í gólfæfingum

Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir vann til gullverðlauna fyrir gólfæfingar sínar á Smáþjóðaleikunum í dag. Thelma fékk 13.300 stig fyrir æfingarnar og áhorfendur fögnuðu mikið þegar hún lauk keppni. Myndband af glæsilegum tilþrifum hennar má sjá hér að neðan. // Kraftmikil og glæsileg æfing hjá ...

Smáþjóðaleikarnir: Ísland raðaði inn verðlaunum í fimleikum Miðvikudagur, 3. júní 2015

Smáþjóðaleikarnir: Ísland raðaði inn verðlaunum í fimleikum

Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum stóð sig frábærlega á Smáþjóðaleikunum og vann öll gullverðlaunin sem í boði voru. Eftir keppnina í gær höfðu þær unnið öll verðlaunin og þær héldu uppteknum hætti í dag. Thelma Hermannsdóttir sigraði á gólfi og Norma Róbertsdóttir ...
Dominiqua og Ísland vörðu titilinn Þriðjudagur, 2. júní 2015

Dominiqua og Ísland vörðu titilinn

Dominiqua Belanyi vann í dag öruggan sigur í áhaldafimleikum á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík en kvennalið Íslands vann einnig góðan sigur í heildarkeppninni. Dominiqua fékk samtals 49.900 stig og stóð sig vel í öllum greinum en hún var ávallt nálægt toppsætunum. Dominiqua ...

Smáþjóðaleikarnir voru settir í kvöld - Íþróttaveisla framundan Mánudagur, 1. júní 2015

Smáþjóðaleikarnir voru settir í kvöld – Íþróttaveisla framundan

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2015 sem fram fara í Reykjavík fór fram í kvöld en þetta er í annað sinn í 30 ára sögu leikanna sem þeir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, var kynnir og Páll Óskar steig ...
Ása Inga ráðinn framkvæmdarstjóri Gerplu - Tekur við af systur sinni Fimmtudagur, 28. maí 2015

Ása Inga ráðinn framkvæmdarstjóri Gerplu – Tekur við af systur sinni

Ása Inga Þor­steins­dótt­ir hef­ur verið ráðin nýr fram­kvæmda­stjóri Íþróttafélagsins Gerplu. Ása Inga er fædd árið 1982 og hef­ur verið starfsmanna- og þjónustustjóri Gerplu ásamt því að hafa verið deildarstjóri hjá félaginu til fjölda ára. Þá hefur Ása verið þjálfari hjá félaginu og þjálfaði ...