*

Mánudagur, 16. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ronda Rousey mun snúa aftur

Hin 28 ára Ronda Rousey hefur heitið endurkomu í UFC eftir óvæntan ósigur gegn Holly Holmes þar sem hún tapaði í fyrsta skipti á sínum ferli í UFC og þar með heimsmeistaratitlinum

Heimsmeistarinn fyrrverandi þurfti að dvelja á sjúkrahúsi yfir nótt en fékk sem betur fer ekki heilahristing en hún hitti svo daginn eftir lýtalækni þar sem hún fékk ljótan skurð á vörina

Hér sést skurðurinn á vör Rousey

Hún sagði á Instagram síðu sinni „Ég vil þakka hlýhug og stuðning ykkar við mig. Ég kann að meta að ykkur er umhugsað um heilsu mína, en ég er í fína lagi. Eins og ég hef áður sagt ætla ég að taka mér svolítinn tíma, en ég mun snúa aftur"

Forseti UFC Dana White heimsótti Rousey á sjúkrahúsið og ræddi þar við hana en sagði svo eftir samtal þeirra „síðasta sem bardagamaður vill eftir tap er að tala um annan bardaga"

En White hafði áður rætt um dagsetningar og þykja þar líklegastar 23 apríl í Madison Garden í New York á næsta ári en Rousey fer fljótlega að taka upp myndina Mile 22 þar sem hún mun leika aðalhlutverkið.