*

Mánudagur, 16. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hver er þessi Holly Holmes?

Holly Holmes hin 34 ára predikara dóttir frá Albuquerque Nýju Mexíkó kom eins og stormsveipur inn í UFC á sunnudag þar sem hún rotaði heimsmeistarann Ronda Rousey.

Holmes ólst upp bóndabýli foreldra sinna í Bosque með tveim eldri bræðrum í kristinlegu heimilishaldi. Hún gekk í Manzano menntaskólan þar sem henni er líst sem brosmilri og orkumikilli stúlku og voru íþróttir stór hluti af hennar lífi.

Hún stundaði fimleika, knattspyrnu, sund og dýfingar. Það var á leið á fimleikaæfingu sem hún gekk fram hjá kickbox æfingasalnum þar sá hún eitthvað sem hún lísir „ég byrjaði í íþróttum til þess að halda mér í formi en þegar ég sá kickbox salinn og hugsaði með mér þetta er töff."

Þjálfarinn hennar sá fljótlega að þarna var hann með eitthvað sérstakt í höndunum, „hún er með þetta, ég vildi að ég gæti sett þetta á flösku og selt það."

 

Hún hætti í háskóla árið 2001 til þess að geta einbeitt sér að ferli sínum í kickboxi og síðar það haust skráði hún sig í áhugamannakeppni í Kansas þar sem hún bar sigur úr bítum. Nokkrum mánuðum síðar eða í júní 2002 barðist hún í fyrsta sinn sem atvinnumaður í boxi og er ferill hennar þar ekkert slor þar sem hún sigraði 33 bardaga og tapaði einungis tveim.

Flestir voru þeirrar skoðunnar að Rousey myndi standa uppi sem sigurvegari líkt og Todd Grisham hjá ESPN skrifaði „Holly Holms er ekki nálægt því að vera tilbúin fyrir Ronda Rousey."

En svo fór að Holly Holmes rotaði Rousey með sparki undir kjálkan og var það ekkert annað en verðskuldað þar sem 72 prósent af höggum hennar hittu marks á móti 30 hjá Ronda Rousey.