*

Sunnudagur, 15. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Ronda Rousey rotuð í annarri lotu!

Heimsmeistarinn Ronda Rousey var spörkuð niður í annarri lotu í Melbourne í nótt og stóð ekki upp aftur.

Þetta er fyrsti ósigur Rousey í UFC en sú síðasta til þess að leggja Rondu Rousey í bardaga var hollenskur ólympíumeistari Edith Bosch.

Holly Holmes lét höggin og spörkin dynja á Rousey sem átti lítið í pokahorninu til að svara þeim. Rousey náði Holmes einu sinni upp að netinu en það dugði ekki til.

Ronda Rousey hefur einungis einu sinni áður farið yfir fyrstu lotu í bardaga. Farið var með Rousey á spítala eftir bardagann til aðhlynningar.

Myndband af rothögginu má sjá hér að neðan: